Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 21:52:29 (2468)

2001-12-04 21:52:29# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[21:52]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það var nú alveg áreiðanlega þannig þá. Og landbrn., sem hefur hönd í bagga varðandi þessi mál, komst líka að þeirri niðurstöðu þannig að það er sameiginleg ákvörðun okkar að hætta við það.

Að því er varðar hitt málið og það hvort þessar skýringar eigi að vera þarna inni eða ekki þá sýnist mér að niðurstaðan í því máli sé sú, að þrátt fyrir að menn hafi verið að kvarta undan því hér í þinginu í allan dag að fá of litlar upplýsingar frá ríkisstjórninni, þá sé umkvörtunarefnið í þessu tilfelli það að of miklar upplýsingar hafi verið gefnar. Ég sé ekki betur.

Eins og ég sagði áðan þá finnst mér þetta komið út í hreint rugl. Skýringarnar liggja fyrir og ég legg til að menn taki frekar upp léttara hjal en þetta.