Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 21:55:29 (2470)

2001-12-04 21:55:29# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[21:55]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hélt því fram í ræðu sinni áðan að verið væri að hafa fé af Skógrækt ríkisins og hann væri með tillögu sinni að koma í veg fyrir slíka vá. Þetta er náttúrlega bara útúrsnúningur. Ég tel að sú ráðstöfun sem hér er lögð til sé í raun í fullu samræmi við það sem hv. formaður fjárln. sagði í fyrra. Þessum peningum verður varið til málefna skógræktarinnar í breiðum skilningi þó svo að þeir renni ekki allir til stofnunar sem heitir Skógrækt ríkisins, sem sé skógræktarmálefna eða skyldra mála.

Ég sé ekki að það þurfi að gera veður út af því. Eins og ég sagði áðan, ef við hefðum sleppt þessari tilvísun í skýringum um framlagið til Garðyrkjuskólans þá hefði enginn maður farið að slá upp í ársgömlum ummælum formanns fjárln. Er nú ekki mál að linni, hv. þm.?