Vinnulag fjárlaganefndar við undirbúning 3. umr. fjárlaga

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 13:55:00 (2490)

2001-12-05 13:55:00# 127. lþ. 43.91 fundur 198#B vinnulag fjárlaganefndar við undirbúning 3. umr. fjárlaga# (aths. um störf þingsins), KVM
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[13:55]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Þingið hlýtur að vilja vanda vinnubrögð sín og þegar við erum að ræða jafnmikilvæg mál og hér er verið að ræða þá hljótum við að vilja hafa góðan tíma til þess. Það skiptir mjög miklu máli hvernig við verjum fjármunum þjóðarinnar og þegnanna, ekki síst þegar illa árar og útlit er ekki gott í fjármálum þjóðarinnar.

Einnig má spyrja í sambandi við þetta mál allt saman með leyniféð: Hversu þykir stjórnarherrum landsins tilhlýðilegt að vera með --- hversu háar fjárhæðir telja þeir vera í lagi að setja á fjáraukalög án þess að nokkur maður fái að vita í hvað þær eiga að fara? Væri t.d. í lagi að setja einn milljarð á fjáraukalög í einhver verkefni sem enginn má vita hver eru? Eða 2 milljarða? Ég spyr og vænti svara.