Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 13:58:15 (2492)

2001-12-05 13:58:15# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, GAK (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[13:58]

Guðjón A. Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við lokaafgreiðslu frv. til fjáraukalaga birtast umgengnishættir framkvæmdarvaldsins við lög frá Alþingi þar sem gildandi fjárlög eru enn á ný að engu höfð og 14 milljörðum ráðstafað úr ríkissjóði umfram heimildir fjárlaga.

Tilburðir ríkisstjórnarinnar við fjárlagagerðina nú, um 3--4 milljarða niðurskurð er hrein sýndarmennska og víst má telja að stjórnvöld munu eyða margfaldri þeirri fjárhæð á næsta ári umfram heimildir laga þegar á ný verður borið inn í Alþingi frv. til fjáraukalaga fyrir árið 2002.

Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa miklar áhyggjur af veikri stöðu sveitarfélaga á landsbyggðinni og flytja því tillögur ásamt Vinstri grænum um að styrkja skuldsett sveitarfélög. Þær tillögur eru á þskj. 455 og síðan er önnur tillaga á þskj. 454, um breytingar á lánsheimld til að kaupa Orkuveitu Sauðárkróks.

Að öðru leyti vilja þingmenn Frjálslynda flokksins enga aðild eiga að afgreiðslu þessa máls og munu því sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.