Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:13:25 (2500)

2001-12-05 14:13:25# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[14:13]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Ég velti því fyrir mér hvernig sagnfræðingar framtíðarinnar muni fjalla um þetta ákvæði. Það hefur gengið þannig til að forsrn. hefur neitað að upplýsa hvað eigi að gera við þessa aura. Í bréfi frá þeim kemur fram að tiltekinn embættismaður lofaði einhverjum viðsemjendum því að ekki yrði greint frá því hvað væri borgað. Hæstv. forseti þingsins tekur síðan undir þessi sjónarmið og byggir það á því að ekki gildi sami trúnaður um fjárln. og um utanrmn. Niðurstaðan er því sú að þingið fær ekki að vita nokkurn skapaðan hlut og ég fæ ekki betur séð, virðulegi forseti, þegar ég lít á töfluna, en að þingið ætli að sætta sig við þetta.

Virðulegur forseti. Ég tek undir að það yki virðingu þingsins að koma þessu út. Því segi ég að sjálfsögðu já við brtt.