Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:27:22 (2511)

2001-12-05 14:27:22# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[14:27]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða brtt. frá hv. þm. Jóni Bjarnasyni, Árna Steinari Jóhannssyni og Guðjóni A. Kristjánssyni um að verja allt að 1 milljarði kr. til að greiða úr bráðum fjárhagsvanda sveitarfélaganna og þá sérstaklega dreifbýlissveitarfélaganna. Til eru skýrslur, unnar af nefnd á vegum félmrn., um að vandi sveitarfélaganna vegna félagslega íbúðakerfisins sé um 2,8 milljarðar. Þetta er fyrsti áfangi sem við leggjum hér til, upp á 1 milljarð. Við teljum það vel gerlegt. Þetta eru almennar aðgerðir. Gagnstætt því sem ríkisstjórnin er að gera í sambandi við lausn á fjárhagsvanda sveitarfélaganna í gegnum ríkisfyrirtækið Rarik þá teljum við að hér sé um heilsteypta heildstæða lausn að ræða sem gagnist í grunninn fyrir öll sveitarfélögin í landinu.