Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:34:41 (2516)

2001-12-05 14:34:41# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[14:34]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Sú tillaga sem hér liggur fyrir er fyrst og fremst lögð fram til þess að það megi fyllilega treysta því sem formenn fjárln. segja við umræður um fjárlög. Þannig var, herra forseti, að við umræður um fjárlög þessa árs sagði þáv. formaður fjárln., hæstv. núv. heilbrrh. Jón Kristjánsson, m.a., með leyfi forseta:

,,Það er fortakslaust að söluandvirðinu á að verja til styrktar rekstri Skógræktar ríkisins, ...``

Og síðan, með leyfi forseta:

,,Þetta eru jarðir sem voru gefnar til Skógræktarinnar á sínum tíma og það er ótvírætt og skilningur meiri hluta nefndarinnar að þessu verði varið til styrktar rekstri Skógræktarinnar.``

Herra forseti. Það er auðvitað bráðnauðsynlegt að við björgum því sem hér liggur fyrir og samþykkjum þessa tillögu þannig að við getum framvegis treyst því að það sem formaður fjárln. segir um álit meiri hluta nefndarinnar standi, a.m.k. það ár sem um er fjallað.