Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Fimmtudaginn 06. desember 2001, kl. 11:37:18 (2566)

2001-12-06 11:37:18# 127. lþ. 45.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 127. lþ.

[11:37]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þær breytingar sem verið er að gera munu eiga stóran átt í því að skapa hér nýtt hagvaxtarskeið. Við erum með þessu að rífa atvinnulífið aftur í gang og það mun gerast á árunum 2003, 2004 og 2005. Einmitt á þessum árum munu launþegar landsins og þeir sem þurfa á aðstoð eða samhjálp að halda frá ríkinu njóta þessa í bættum kjörum.