Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Fimmtudaginn 06. desember 2001, kl. 18:30:17 (2611)

2001-12-06 18:30:17# 127. lþ. 45.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 127. lþ.

[18:30]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Það er best að við tökum bara dæmi af kjördæmi okkar, Norðurl. v. Ef þær skattkerfisbreytingar sem hv. þm. Vihjálmur Egilsson hefur mælt fyrir og er frsm. fyrir komast til framkvæmda mun eignarskattur allra fyrirtækja, þeirra félaga sem telja fram í Norðurl. v., sem eru 725 talsins, lækka um 37 millj. En tryggingagjaldið mun hins vegar hækka um 78 millj.

Það er þetta sem ég er að spyrja um og vil biðja hv. þm. um að svara, þ.e. varðandi tryggingagjaldið gagnvart atvinnurekstri á landsbyggðinni, sem skerðir rekstrarskilyrði, þessi litlu fyrirtæki sem berjast í bökkum, skila ekki miklum hagnaði en veita fólki vinnu enn þá. Lát heyra hvernig þetta á að styrkja þá starfsemi? Á Norðurl. v. er eignarskattslækkun upp á 37 millj. en tryggingagjaldshækkun upp á 78 millj. Hversu mun þetta styrkja atvinnureksturinn á Norðurl. v., hv. þm. Vilhjálmur Egilsson?