Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Fimmtudaginn 06. desember 2001, kl. 21:38:31 (2635)

2001-12-06 21:38:31# 127. lþ. 45.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 127. lþ.

[21:38]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Það er mín spá, herra forseti, að þó hér sé verið að tala um lagasetningu til margra ára eða langs tíma þá muni þessu verða breytt þegar fram í sækir. Ég tel að allt of langt sé gengið í þessum efnum, í því að létta sköttum af fyrirtækjum og það eigi að fara bil beggja. Verið er að tala um að lækka eigi skatta á fyrirtæki, m.a. til þess að fá mikið af erlendum fyrirtækjum inn í landið og hér verði einhver paradís. Maður sér fyrir sér, ég veit ekki hvað maður á að sjá fyrir sér af alls konar fyrirtækjum, City Bank, ég veit ekki hvað verið er að hugsa um í því sambandi. En ef miklar skattalækkanir á fyrirtæki leiða til þess að erlend fyrirtæki flytji til landsins þá held ég að mikil hætta sé líka á því, jafnmikla skattapíningu og einstaklingar búa við í dag, að það muni þá leiða til þess að þeir flytji til landa þar sem skattar á einstaklinga eru miklu lægri.