Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 12:17:27 (2652)

2001-12-07 12:17:27# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÁRJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[12:17]

Ásta R. Jóhannesdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil ítreka þá beiðni að ráðherrar láti svo lítið að vera viðstaddir þessa fjárlagaumræðu. Það gæti verið svo að þingmenn sem taka þátt í umræðunni vildu eiga orðastað við þessa ráðherra. Ég vek aftur athygli á því að þetta eru rammafjárlög þar sem við þurfum að eiga orðastað við hvern og einn ráðherra varðandi þær breytingar sem er verið að gera á fjárlögunum.

Þess vegna ítreka ég þá beiðni mína að ráðherrarnir láti svo lítið að vera viðstaddir þá umræðu sem fer hér fram, þriðju og síðustu umræðu um fjárlög.