Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 12:25:35 (2658)

2001-12-07 12:25:35# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[12:25]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér tel ég að verið sé að koma til móts við þá sem þurfa að njóta þjónustunnar og sömuleiðis að auka aðhald og hagræðingu í rekstri heilbrigðiskerfisins. Hundraðshluti sjúklings í heildarkostnaði við komu til klínísks sérfræðilæknis var 45,1% árið 1996 en hafði lækkað í 29,9% á árinu 2000. Ég tel að fullt tilefni hafi verið til að bregðast við með þessum hætti og er tilbúinn til að veita hv. þm. aðgang að gögnum um þróun komugjalda á heildarrekstrarkostnaði til heilsugæslustöðva frá 1998--1999 sem styðja dyggilega þá tillögu sem hér er lögð fram.