Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 13:36:33 (2665)

2001-12-07 13:36:33# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. 1. minni hluta MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[13:36]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Margrét Frímannsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað varðar lífeyrisskuldbindingarnar þá lágu allir kjarasamningar fyrir nema við sjúkraliðana þegar frv. var lagt fram í haust. Þær skýringar sem hér hafa verið gefnar, sem og þær sem við höfum fengið við störf í fjárlaganefnd, útskýra ekki að hægt sé að taka út úr grunninum 1.424 millj., það er bara ekki þannig. Eins og ég segi væri hægt að skilja þessa skekkju ef við værum að tala um fyrri töluna sem afgreidd var frá meiri hluta fjárln. fyrir rétt rúmri viku síðan.

En síðan þá hafa bæst við 800 millj. sem hægt er að taka þarna út. Þetta er hreint og klárt bókhaldsfiff og það vitum við öll. Að hv. formaður fjárln. skuli tala á þann hátt sem hann gerir hér, um fólk á náttfötum í sölum Alþingis. Ja, stundum hefur nú verið sagt í minni heimabyggð, virðulegi forseti: Þeir sletta skyrinu o.s.frv.