Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 14:13:42 (2672)

2001-12-07 14:13:42# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[14:13]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Þetta var löng og mikil ræða hjá hv. þm. Jóni Bjarnasyni. Ég hef svo sem ekki mjög margar spurningar til hans í þessum efnum. Mig langar þó að spyrja: Á einum stað í þessum gögnum stendur að búa þurfi atvinnulífinu þá umgjörð að fólk og fjármagn leiti aftur til þeirra atvinnugreina sem stuðla að verulegri verðmætaaukningu í þjóðfélaginu og þar með raunhagvexti. Hvað á þingmaðurinn við með þessu?