Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 14:16:22 (2674)

2001-12-07 14:16:22# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[14:16]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. svaraði ekki þessari einföldu spurningu minni. Það stendur hérna: ,,Búa þarf atvinnulífinu þá umgjörð að fólk og fjármagn leiti aftur til þeirra atvinnugreina sem stuðla að varanlegri verðmætaaukningu í þjóðfélaginu og þar með raunhagvexti.``

Þetta var spurning mín og ég vil gjarnan fá meira konkret svar við henni. Ég var ekki að tala um þjónustu banka eða peningastofnana eða neitt í þeim efnum heldur bara að fá svar við þeirri spurningu.