Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 14:59:13 (2679)

2001-12-07 14:59:13# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[14:59]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað kom það skýrt fram í máli mínu að þeir sem semja bera ábyrgð á því ... (GE: Fjmrh.) Á undanförnum mánuðum, missirum og árum hefur aldrei komið svo til kjaradeilna að stjórnarandstaðan hafi ekki komið hér og efnt til sérstakrar umræðu til þess að krefjast þess að fjmrh. semji og gangi að eðlilegum, hóflegum og sanngjörnum kröfum sem uppi hafa verið. Það er stjórnarandstaðan sem hefur gert það og svo getur hún sakað ríkisstjórnina um orðinn hlut.

Það er alveg rétt. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessu en hver var þeirra hlutur, herra forseti? Hann liggur alveg fyrir. Menn skulu átta sig á því að við höfum farið óvarlega og það verður að draga það fram vegna þess að í framtíðinni verðum við að miða við það eitt að fara varlegar og rétt að, passa upp á að ríkisútgjöldin og laun ríkisstarfsmanna hækki eins og annarra.