Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 15:01:42 (2681)

2001-12-07 15:01:42# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[15:01]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef áður minnst á það í þessum ræðustól að Alþýðusamband Íslands hefur gengið fram af mikilli ábyrgð í launamálakröfum sínum allan síðasta áratug, allir farið þar saman og samið með tilliti til hagsmuna þjóðfélagsins í heild.

Ríkisstarfsmenn hafa ekki haft uppi þau vinnubrögð. Þeir hafa farið í hverju félagi fyrir sig, hvert og eitt, að krefjast launa fyrir sig og umbjóðendur sína í engum takti við það sem verkafólk þessa lands hefur sætt sig við. Það eru þessi vinnubrögð og þessi saga sem ég er að vekja athygli á til að biðja menn að forðast að halda þeim áfram.