Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 15:18:44 (2695)

2001-12-07 15:18:44# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[15:18]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg óþarfi að ég noti þessa mínútu til að rifja það upp en ég skal minna þingmanninn á að í fjárlagafrv. 2000, við fjárlagafrv. 1999 og við fjárlagaafgreiðslu 1998 fór ég nákvæmlega í gegnum þetta, gagnrýndi lið fyrir lið hvað hafði verið gert rangt, gagnrýndi mjög mikið þegar ríkið, hið opinbera, hætti og afnam þá aðferðafræði sem alltaf hefur verið viðhöfð í samningum, að hnýta hnútana fyrst og semja svo. Menn geta flett þessu upp í þingræðum ár eftir ár.