Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 15:20:42 (2697)

2001-12-07 15:20:42# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[15:20]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef engar efasemdir um starf fjárlagadeildar fjármálaráðuneytisins, ég hef enga ástæðu til að vefengja tölur þeirra, hvorki nú né fyrr. Við vinnum mjög mikið með þeim, við vitum að þetta fólk er ákaflega hæft og vandað. (Gripið fram í.) Þetta liggur allt saman fyrir.

Það liggur líka fyrir að ríkisstjórnin tók ákvarðanir sínar í apríl um hvert stefna skyldi með þessum rammafjárlögum. Menn gerðu sér vonir um að útlitið væri betra í efnahagsmálum heldur en kom í ljós á haustmánuðum.

Ef menn ætla að taka á rekstrarkostnaðinum kostar það auðvitað langan fyrirvara eins og ég fór yfir í ræðu minni, a.m.k. hálft til eitt ár. Það þekkja allir og vita.

En að lokum, herra forseti, vil ég nú nefna að ég held að það sé miklu hollara fyrir hv. þm. að hann lesi ræðurnar mínar kvölds og morgna.