Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 18:12:44 (2739)

2001-12-07 18:12:44# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[18:12]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég undirstrika að þessu fyrirkomulagi er ekki ætlað að draga úr gildi sjúkrahótela. Ég er þingmanninum alveg sammála um að þetta er æskilegt úrræði í heilbrigðisþjónustunni og þessi skilgreining á ekki að draga úr því. Ég tel að þetta sé eðlilegt og skynsamlegt úrræði í heilbrigðisþjónustunni og að það eigi að vinna að þróun hennar á næstu árum í þessa veru. Við erum alveg sammála um það. En ég tel að þetta ákvæði, sem er til þess að skjóta lagastoð undir framkvæmd sem verið hefur tíðkuð um árabil, eigi ekki að draga úr mikilvægi sjúkrahótela að neinu leyti.