Fjárlög 2002

Föstudaginn 07. desember 2001, kl. 22:53:54 (2774)

2001-12-07 22:53:54# 127. lþ. 46.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KolH
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 127. lþ.

[22:53]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. 3. umr. um fjárlagafrv. ríkisstjórnarinnar hefur nú staðið hér í allan dag, frá því klukkan hálfellefu í morgun. Ég kveð mér hljóðs í lok þessarar umræðu til að lýsa furðu minni á því að hæstv. fjmrh. skuli ekki sjá sóma sinn í að flytja hér lokaræðu. Hv. þingmenn sem hér hafa fjallað um frv. í allan dag og gert ótal athugasemdir, margar hverjar mjög uppbyggilegar og með mjög jákvæðu hugarfari, eiga það skilið að hæstv. ráðherra virði þá viðlits. Og ef ekki hæstv. ráðherra þá hv. þm. Ólafur Örn Haraldsson, formaður fjárln.

Í sannleika sagt bjóst ég við að umræðunni yrði lokað með ræðu frá öðrum hvorum þeirra. Það virðist ekki eiga að gera og ég get ekki, herra forseti, látið slíta þessum fundi án þess að lýsa óánægju minni með það.