Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 11:32:31 (2784)

2001-12-08 11:32:31# 127. lþ. 47.1 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[11:32]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka að þetta er ekki rétt sem hv. þm. sagði síðast vegna þess að við höldum fast við það að ná afgangi á fjárlögunum án sölu eigna. Ef salan er tekin inn í dæmið er alveg ljóst að afgangurinn er miklu meiri og lánsfjárafgangurinn mjög mikill.

Nú liggja fyrir tvö ágætistilboð, eða a.m.k. athyglisverð, í Landssímann þannig að ljóst er að það útboð hefur heppnast eða flest bendir a.m.k. til þess. Það er athyglisvert og auðvitað kemur það til með, ef það gengur eftir, að styrkja bæði stöðu ríkisins og stöðu hinnar íslensku krónu og verður til þess fallið að hækka hana og þar með að lækka verðbólgu. Yfir þessu öllu saman hljótum við að gleðjast í sameiningu.