Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 11:34:41 (2786)

2001-12-08 11:34:41# 127. lþ. 47.1 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[11:34]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hélt mikla tölu eins og hans er von og vísa. Athyglisverðast þótti mér í ræðu hans að hann taldi heilbrrh. hafa farið sneypuför með því að taka ekki meira til sín af tekjum heldur en raun ber vitni. Það var einmitt það sem ég vildi hafa í heiðri, að fara varlega. Þess vegna fer ég í andsvar --- mér fannst að hv. ræðumaður væri að ýja að því að gjaldtaka á sjúkrahótelum væri ný gjaldtaka. Hún er ekki ný. Þessi gjaldtaka hefur verið um skeið og það er aðeins verið að renna ótvíræðum lagastoðum undir hana. Þetta er ekki ný gjaldtaka. Ég hef enga löngun til að fara í leiðangur til að taka meira varðandi sjúkrahótelin. Nú er hins vegar komin ótvíræð lagastoð undir þessa gjaldtöku.