Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 11:37:57 (2788)

2001-12-08 11:37:57# 127. lþ. 47.1 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[11:37]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Ég vil staðfesta að tekjur af fæðisgjöldum á sjúkrahótelum voru 10 millj. Það er aðeins verið að staðfesta með lögum þessa gjaldtöku. Ekki er um neina viðbótargjaldtöku að ræða. Þessi fæðisgjöld eru um 700 kr. á dag og þau gefa um það bil 10,7 millj. á ársgrundvelli. Þarna er aðeins verið að renna ótvíræðum lagastoðum undir þessa gjaldtöku og taka af allan vafa um að þetta sé löglegt. Ef sú lagastoð hefði ekki verið fyrir hendi hefði þurft að fella þessar tekjur niður.