Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 11:38:44 (2789)

2001-12-08 11:38:44# 127. lþ. 47.1 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[11:38]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. heilbrrh. fyrir þessi svör. Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt að þetta kæmi fram því ég hef lúmskan grun um að fleiri hafi skilið þetta eins og ég, að þarna væri að koma til ný gjaldtaka. Ég gerði það á grundvelli þess hvernig þetta er sett fram í þingskjalinu. Fjárlagaskrifstofan talar þarna um þessar 10 millj. kr. og það kemur hvergi skýrt fram að þetta sé sú upphæð sem fyrir hafi verið. Ef við höfum orð hæstv. heilbrrh. fyrir því að þetta verði ekki hækkað um eina einustu krónu er það gott án þess að ég sé þar með að skrifa upp á eða segja endilega að þessi gjaldtaka af þeim sem þarna dvelja sé réttlætanleg í sjálfu sér. Ég áskil mér allan rétt til að hafa fyrirvara þar á.