Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 12:33:48 (2798)

2001-12-08 12:33:48# 127. lþ. 47.1 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[12:33]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér er nær að halda og fullyrða að það hafi verið þannig að þetta gjald hafi í fjölbrautaskólunum verið innheimt við hverja önn. Ef meiningin er að hætta því og breyta því þá fagna ég því. Við skulum bara ítreka það mjög ákveðið hér að það sé ólöglegt, slíkt gjald megi aðeins innheimta einu sinni á ári.

Hæstv. ráðherra svaraði því ekki hvaða áhrif þessi hækkun á gjöldum sem nemendur eru látnir borga hefði á reikningslíkanið. Allir hljóta að gera sér grein fyrir því að þegar þessi tala er hækkuð þá dregst það frá reiknilíkaninu. Þarna er ekki um það að ræða að háskólarnir fái aukna peninga.

Hvaða áhrif hefur þetta fyrir einkareknu háskólana? Er dregið samsvarandi af þeim á móti?