Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 13:09:43 (2810)

2001-12-08 13:09:43# 127. lþ. 47.1 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[13:09]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel ástæðu til að spyrja hv. þm. um stefnu Framsfl. hvað varðar skólagjöld. Í frv. er gert ráð fyrir að hækka gjöld á nemendur. Ef ég hef skilið það rétt kom fram í andsvari hæstv. menntmrh. hér fyrr í dag við fsp. frá hv. þm. Sigríði Jóhannesdóttur að skólagjöldin sem þarna væru að hækka mundu valda því að framlög ríkisins til einkaskóla yrðu hærri eftir þessa breytingu.

Ef ég man rétt hélt Framsfl. því fram að hann ætlaði sér að verja skólana fyrir stefnu Sjálfstfl. Hvað veldur þessari stefnubreytingu og hvernig útskýrir hv. þm. og formaður þingflokks Framsfl. þá stefnubreytingu sem felst í frv.? Er það virkilega orðin stefna Framsfl. að taka eigi hærri skólagjöld í skólum almennings og ríkisins í landinu og að menn komi þar út með mínus og þurfi að reka þá skóla fyrir miklu lægri fjárhæðir á nemanda en einkaskólarnir eru reknir fyrir? Hefur Framsfl. tekið þá afstöðu, var gerð einhver samþykkt um þetta á síðasta flokksráðsfundi Framsfl.? Ég hef ekki orðið var við það. Mig langar að spyrja um þessa stefnubreytingu, hvort ég hafi skilið hana rétt og hvað það er sem hefur valdið henni.