Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 13:11:38 (2811)

2001-12-08 13:11:38# 127. lþ. 47.1 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[13:11]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg ljóst að skólagjöldin eru erfið mál fyrir marga þingmenn, m.a. hv. þm. Össur Skarphéðinsson sem engdist dálítið í því máli kjörtímabilið 1991--1995. Þá voru gerðar breytingar á lögum í þá átt sem við búum við í dag. Framsfl. hefur ekki verið tilbúinn til þess að auka við í þeim efnum. Við höfum ekki verið hvatamenn að því.

Hins vegar er erfitt að standa gegn því að hækka umrædda skatta eða gjöld í samræmi við verðlag og á það hafa menn fallist. Menn þekkja svo sem alveg sjónarmið þingflokksins í þeim efnum þannig að það þarf ekkert að rekja þau frekar.