Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 14:38:19 (2823)

2001-12-08 14:38:19# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[14:38]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Við greiðum atkvæði gegn þessum orðum og viljum fella þau út vegna þess að við teljum að þau setji óeðlilega kvöð á skattstjóra vegna eftirlits með reiknuðu endurgjaldi sjálfstæðra atvinnurekenda. Við teljum að þetta veiki mjög eftirlitsmöguleika skattstjóra gagnvart þeim sem fá reiknað endurgjald því að skattstjórar hafa ekki nokkra aðstöðu til þess að leggja sjálfstætt mat á það hvert sé umfang í hverri starfsemi fyrir sig hjá þeim sem taka sér laun samkvæmt reiknuðu endurgjaldi.

ASÍ hefur sterklega varað við þessari tillögu og telur að hún geti leitt til verulegrar skattasniðgöngu. Við segjum því nei við þessum orðum hér.