Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 14:39:07 (2824)

2001-12-08 14:39:07# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[14:39]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Það er afar mikilvægt að þetta ákvæði sé inni. Væri þetta ákvæði fellt út mundi það þýða að skattgreiðandinn væri fyrir fram talinn vera skattsvikari áður en annað kemur í ljós. Ég er á því að skattgreiðendur eigi að vera taldir heiðarlegir borgarar og það eigi að vera útgangspunkturinn í skattalögunum. Þess vegna er alveg bráðnauðsynlegt að þessi orð séu inni.