Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 14:42:12 (2826)

2001-12-08 14:42:12# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[14:42]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er verið að leggja til að tekið verði upp sérstakt frítekjumark í fjármagnstekjuskatti um leið og fjármagnstekjuskattur verður hækkaður úr 10% í 16%. Þetta sérstaka frítekjumark mun leiða til þess að í stað 78 þúsund einstaklinga sem greiða nú fjármagnstekjuskatt miðað við álagningu í ár mun þeim fækka um 55 þúsund og verða 22 þúsund. Þessi leið mun líka minnka þann mikla mun sem er á skattlagningu á fjármagni og launum. Við teljum mikla eðlilegra að fara þessa leið og hún gefur líka auknar tekjur um 1.700 millj. í ríkissjóð. Þá þurfum við ekki að fara þá leið sem stjórnarflokkarnir velja sem er hækkun á tryggingagjaldi sem kemur sér verulega illa fyrir landsbyggðina og lítil og meðalstór fyrirtæki.