Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 14:43:33 (2827)

2001-12-08 14:43:33# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[14:43]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Með þessu er verið að lækka tekjuskatt á móti þeirri heimild sem sveitarfélög hafa til þess að hækka útsvar. Ég tel að það sé óráðlegt að fara neðar með tekjuskattinn að þessu sinni.

Ég minni á það að tillaga Samfylkingarinnar um að leggja á auðlindaskatt til þess að fjármagna tekjuskattslækkun þýðir að fyrir hvern milljarð sem auðlindaskatturinn er til þess að fjármagna tekjuskattslækkun er 500 millj. kr. tilfærsla frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Leggst þá lítið fyrir allt þetta tal um að það eigi að hygla landsbyggðinni í þessum málum.