Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 14:50:09 (2832)

2001-12-08 14:50:09# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[14:50]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Með þeirri breytingu sem hér er verið að gera á skattalögum er stigið mjög mikilvægt skref í þá átt að gera íslenskt atvinnulíf alþjóðlega samkeppnishæft. Ef við lítum á það hvernig staðan hefur verið og skoðum tekjuskattsprósentuna, eignarskattshlutfallið og fjármagnstekjuskattinn, þá þarf ekki að koma svo mikið út úr rekstri fyrirtækja í hagnað til þess að skattur á þann hagnað sé yfir 50%. Með þessari breytingu er verið að lækka tekjuskattsprósentuna niður í 18%. Síðan er eignarskatturinn líka að lækka og sameiginleg áhrif af þessu verða til þess að skattlagning á arð úr íslenskum atvinnurekstri gerir hann mjög samkeppnishæfan í öllum alþjóðlegum samanburði.