Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 14:52:11 (2833)

2001-12-08 14:52:11# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[14:52]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er verið að lækka eignarskatt á einstaklinga og við styðjum það. Í þessari grein er líka verið að hækka fríeignamarkið í eignarskatti til þess að koma í veg fyrir að hækkun á fasteignamati hækki eignarskatt á einstaklingum og við styðjum það. Það er í samræmi við það sem efh.- og viðskn. taldi að rétt væri í frv., er hún fjallaði um hækkun á fasteignamati. Þetta atriði og þetta mál verður þó tekið til umfjöllunar milli 2. og 3. umr. í efh.- og viðskn. vegna þess að við teljum að út af standi að gera ráð fyrir auknu fjármagni í vaxtabætur til þess að hækkun á fasteignamati skerði ekki vaxtabætur því ella mundu þær skerðast um 170 millj. kr. Þetta teljum við að standi út af í því loforði sem við töldum að hæstv. fjmrh. hefði gefið fólkinu í landinu í sumar.