Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 15:10:50 (2846)

2001-12-08 15:10:50# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[15:10]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Þessi hækkun á tryggingagjaldinu er beiskur moli sem þarf að kyngja til þess að geta fengið þessa tvo sætu sem eru í pakkanum líka. Þess vegna styð ég þessa hækkun.

Ég vísa hins vegar á bug öllu þessu landsbyggðartali hjá samfylkingarmönnum vegna þess að fyrir liggur tillaga þeirra um að nota auðlindaskatt til þess að fjármagna lækkun tekjuskatts. Milljarður í auðlindaskatt til þess að fjármagna lækkun tekjuskatts þýðir 500 millj. kr. tilflutning frá landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið.