Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 15:11:36 (2847)

2001-12-08 15:11:36# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[15:11]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Tryggingagjald leggst á launagreiðslur fyrirtækja og langstærstur hluti launagreiðslna fyrirtækja fellur til á höfuðborgarsvæðinu. Allt tal um að hækkun á tryggingagjaldi sé einhver sérstakur landsbyggðarskattur er því algerlega út í hött.