Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 15:16:41 (2849)

2001-12-08 15:16:41# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[15:16]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Við 1. umr. fjárlaga gaf hæstv. fjmrh. fyrirheit um það að stimpilgjöld yrðu lækkuð. Allt slíkt er þó óljóst í því frv. sem við nú greiðum atkvæði um. Þar eru engar beinar tillögur og engir fjármunir. Við erum hins vegar að greiða atkvæði um tillögu okkar í Samfylkingunni um það að stimpilgjald verði lækkað um þriðjung frá og með 1. janúar 2003 og í okkar tillögum okkar er einnig séð fyrir fjármögnun á þessari lækkun.

Stimpilgjöld eru ranglátur skattur, herra forseti. Þau leggjst þyngra á fólk í fjárhagsþröng en aðra og mismuna fyrirtækjum. Stimpilgjöld eru enda á hröðu undanhaldi í aðildarríkjum OECD. Stimpilgjöld eru gamaldags skattur, herra forseti. Því segi ég já.