Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 15:40:58 (2854)

2001-12-08 15:40:58# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, GE (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[15:40]

Gísli S. Einarsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Samfylkingin leggur til við þessi fjárlög aðhalds- og ráðdeildartillögur sem varða aðallega sparnað en einnig útgjöld sem eru hagstæð til lengri tíma litið. Ég hvet hæstv. ríkisstjórn og stjórnarliða til að styðja tillögur okkar. Við munum greiða einstökum tillögum atkvæði, sitja hjá eða greiða atkvæði gegn þeim tillögum sem við teljum óskynsamlegar. Ég vil láta þess getið að við höfum skýrt fyrir virðulegum forseta hvernig við leggjum til að fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar verði.