Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 15:50:12 (2859)

2001-12-08 15:50:12# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[15:50]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Hér gerum við í 1. minni hluta fjárln. tillögu um það að fresta framkvæmdum á stjórnarráðsreit á árinu 2002 og leggjum til að sú fjárhæð sem er inni í fjárlagafrv., 250 millj., sé dregin af og fari engir peningar til þessara framkvæmda. Það er m.a. hægt að benda á að á þessu ári var öllum áætlunum breytt miðað við það sem hér var lagt til við afgreiðslu fjárlaga þessa árs því að í fjárlögum þessa árs var m.a. verið að kaupa hús á þessum merka reit sem átti að breyta í skrifstofu fyrir Stjórnarráðið en nú hefur verið ákveðið að rífa húsið og byggja nýtt. Þess vegna, herra forseti, segi ég já við þessari tillögu.