Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 15:57:16 (2864)

2001-12-08 15:57:16# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[15:57]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er verið að leggja til að varið verði 100 millj. kr. á næsta ári í sérstöku átaki til þess að efla menntun á landsbyggðinni og þarna er sérstaklega horft til þess að auka námsframboð og efla möguleika á framhaldsmenntun í þeim byggðarlögum sem ekki hafa framhaldsskóla. Það ætti að vera meginmarkmið okkar að sem flest ungt fólk geti sem lengst sótt nám í heimabyggð og hafa einmitt mörg sveitarfélög lagt fram erindi um stuðning til þess að byggja upp aukið nám í heimabyggð.

Skýrsla Byggðastofnunar nýkomin staðfestir einmitt hversu mikilvægt það er fyrir styrk og fyrir sjálfsvitund og framtíðarmöguleika sveitarfélaganna og íbúana þar að efla menntun og efla menntun út um allt land. Þessi tillaga er liður í því að taka á þar þó að í litlu sé.