Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:09:55 (2870)

2001-12-08 16:09:55# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:09]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Sú tillaga sem við greiðum nú atkvæði um, að láta sjávarútveginn greiða mun meira af þeim kostnaði sem fylgir honum en skattgreiðendur standa undir núna, þ.e. kostnaðargreiðslur, sýnir líklega best þann mun sem er á ríkisstjórnarflokkunum annars vegar og Samfylkingunni hins vegar. Þeir leggja til aukin kostnaðargjöld á fólk, nemendur og sjúklinga, við leggjum til aukin kostnaðargjöld á atvinnulífið. Þeir verja velferðarkerfi fyrirtækjanna. Við verjum velferðarkerfi fólksins. Því segi ég já við þessari tillögu.