Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:13:06 (2871)

2001-12-08 16:13:06# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:13]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Hér er á ferðinni tillaga frá okkur í Samfylkingunni um að efla löggæsluna í landinu og er ekki vanþörf á. Hér er tillaga um að hækka framlög til löggæslunnar, óskipt um 100 millj. kr. Ég vil vekja athygli á því, herra forseti, að hér er um að ræða styrkingu hinnar almennu löggæslu þvert á það sem kemur í næsta lið á eftir þar sem lagt er til að efla löggæsluna einkum og sér í lagi í kringum tiltekinn fund sem einn og sér kostar einar 50 millj. kr.

Það er full þörf á því að efla löggæslu. Við höfum rætt það hér á haustdögum að það eru brotalamir í þjónustu löggæslunnar við borgarana í landinu. Við finnum fyrir óöryggi hér á höfuðborgarsvæðinu, í miðborginni og ég treysti því og trúi, þrátt fyrir litbrigði hér á veggjum, að stjórnarliðar styðji þetta þarfa mál.