Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:17:43 (2874)

2001-12-08 16:17:43# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:17]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Hér er lögð til fjárveiting til málefna fatlaðra svo hægt sé að standa við loforð sem fötluðum, foreldrum þeirra og aðstandendum hafa verið gefin. Á þriðja hundrað fatlaðra bíða eftir búsetu. Enn fleiri bíða eftir þjónustu. Loforð um skammtímavistun hafa verið svikin af þessari ríkisstjórn sem brýtur mannréttindi á fötluðum.

Með samþykkt þessarar tillögu er hægt að fara eftir lögum um málefni fatlaðra. Samfylkingin vill standa vörð um velferðarkerfið. Ég segi já.