Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:25:07 (2879)

2001-12-08 16:25:07# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÞSveinb (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:25]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Hæstv. forseti. Íslendingar leggja ekki háar upphæðir af mörkum til móttöku flóttamanna svona í það heila tekið. Hér er lagt til að skera framlag næsta árs niður um 10 millj. kr. Í ljósi þess að talsverður hluti þeirra tæplega 40 millj. kr. sem eftir standa fer til þess að greiða uppsafnaðan halla vegna móttöku flóttamanna sem nú þegar hefur farið fram, þá er í raun verið að stefna móttöku flóttamanna árið 2002 í mikla óvissu, herra forseti. Þetta er með öllu óviðunandi og ættum við í raun að vera að auka framlag til þessa málaflokks í ljósi stöðu heimsmálanna og í ljósi þess gríðarlega flóttamannavanda sem heimsbyggðin á við að glíma.

Herra forseti. Ég segi nei.