Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:40:19 (2887)

2001-12-08 16:40:19# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, iðnrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:40]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Það er af mikilli sannfæringu sem ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu. Það að þarna skuli vera komnir inn fjármunir að tillögu ríkisstjórnarinnar í höfn í Reyðarfirði vegna stóriðju sýnir trú ríkisstjórnarinnar á verkefninu og ég er sannfærð um að af því verður og greiði atkvæði gegn þessari tillögu.