Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:45:44 (2889)

2001-12-08 16:45:44# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:45]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Í mörgum tilvikum getur sú ráðstöfun jarðeigna og mannvirkja í eigu ríkisins sem hér er verið að afla heimildar til að selja átt fullan rétt á sér en í öðrum tilvikum síður. Því miður hafa hæstv. ríkisstjórn verið ákaflega mislagðar hendur hvað varðar vinnubrögð að verkefnum af þessu tagi og henni er lítt fyrir því treystandi. Þannig hafa komið upp gáleysislegar hugmyndir um að selja einstakar náttúruperlur úr eigu ríkisins til einkaaðila og í mörgum tilvikum er ráðstöfun á jarðnæði þegar um aðra er að ræða en þá ábúendur á lögbýlum algjörlega óverjanleg. Slíkt jarðnæði og land er miklu betur komið í höndum ríkis eða sveitarfélaga fyrir hönd almennings í landinu. Því höfum við alla fyrirvara á um það, herra forseti, hvernig hæstv. ríkisstjórn kann að ráðskast með þessar heimildir en margar þeirra eru eftir sem áður eðlilegar og þar af leiðandi sitjum við hjá við liðinn í heild.