Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:51:20 (2893)

2001-12-08 16:51:20# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:51]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Það gæti verið miklu bjartara yfir efnahagsmálum Íslendinga en raun ber vitni og ástæðuna fyrir þeim blikum sem nú eru á lofti má fyrst og fremst rekja til mistaka ríkisstjórnarinnar. Af hennar völdum hefur gengið hríðfallið. Af hennar völdum er verðbólga þrefalt hærri hér en í viðskiptalöndum okkar. Af hennar völdum eru vextir margfalt hærri en sums staðar annars staðar. (Gripið fram í.) Og af hennar völdum hafa skuldir þjóðarbúsins við útlönd vaxið gríðarlega.

Þetta frv. hjálpar hvorki til við að lækka vexti né verðbólgu. Það er dapurlegt tákn um ráðleysi ríkisstjórnar sem verður að grípa til bókhaldsfiffa til að loka fjárlögum og hún verður þess vegna ein að bera ábyrgð á þessu frv.