Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 11. desember 2001, kl. 13:58:32 (2907)

2001-12-11 13:58:32# 127. lþ. 48.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 127. lþ.

[13:58]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit að hv. þm. er vel að sér í stærðfræði enda er hann doktor í því fagi. En það er nú einu sinni þannig að þegar menn eru að rugla saman stærðfræði og hagfræði þá verður þeim stundum hált á svellinu. Og það er nú stundum þannig að þessir ágætu stærðfræðingar geta sagt mikið fyrir um alls konar útreikninga og reiknað hlutina alveg fram og aftur í bak og fyrir. (Gripið fram í: Reiknað barn í ...) Hins vegar vantar stundum á að þeir skilji af hverju verð á tómötum lækkar um mitt sumar.