2001-12-11 17:04:05# 127. lþ. 48.5 fundur 216#B starfsemi Byggðastofnunar og framvinda byggðaáætlunar, munnleg skýrsla iðnaðarráðherra# (munnl. skýrsla), DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 127. lþ.

[17:04]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það má vel vera að ráðuneytin geti gert betur. En mér finnst hv. þm. Kristján Möller gera of lítið úr því sem gert er því að það eru þó tvö störf á Hvammstanga og tvö á Húsavík og það munar um hvert eitt starfið í litlum byggðarlögum.

Þjóðminjasafnið er með þau verkefni sem eru í gegnum Sarp og mér finnst að þingmenn sem koma utan af landi megi nú tala frekar á jákvæðan hátt um landsbyggðina. Hver vill eiga heima á stað þar sem allir tala um að allt sé að fara til fjandans? Ég vara hv. þingmenn við því að tala alltaf eins og þannig sé að fara því að landsbyggðin á svo sannarlega mikil tækifæri og þar eru allir að berjast í því að efla sitt byggðarlag og það gengur töluvert vel. Svo ég nefni t.d. bara ferðaþjónustuna, þá er hún í miklum uppgangi og hefur verið. Má þá minnast á skýrslu sem kom út nýlega um menningartengda ferðaþjónustu en fólk úti á landi er allt af vilja gert til að efla og bæta við störf og það er að því.