Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 11. desember 2001, kl. 19:14:36 (2987)

2001-12-11 19:14:36# 127. lþ. 49.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 127. lþ.

[19:14]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég hef margtekið fram hef ég ekki áhyggjur af málinu. Ég treysti ríkisstjórninni fullkomlega til að semja við sveitarfélögin. Það hefur hingað til tekist hjá þessari ríkisstjórn og mun gera það áfram.

Varðandi umræðuna um lægri tekjur sveitarfélaganna vegna breytingar á rekstrarformi, úr einkarekstri í einkahlutafélög, þá eru menn ekki alveg klárir á því hvað það verði mikið. Það er nokkuð sem reynt hefur verið að áætla en er alltaf sá póstur hjá sveitarfélögunum sem mjög erfitt er að áætla fyrir. Auðvitað munu menn fara í þetta form að fara úr 38--42% skatti niður í 18%, það er alveg ljóst.

En ég treysti því hins vegar og trúi að sveitarfélögin og ríkisstjórnin nái saman um þessi atriði. Ég geng í raun að því sem vísu.